Velferðartæknimessa í Fjallabyggð þann 5. júní 2024

Þann 5. júní næstkomandi munu Hátindur 60+ og Fjallabyggð bjóða sveitarfélögum, stofnunum og hverjum þeim sem hafa áhuga á velferðartæknilausnum að koma og kynnast lausnum sem styðja við sjálfstæða búsetu í heimahúsum. Einnig verða kynntar hugbúnaðarlausnir sem og lausnir sem nýtast stærri skipulagsheildum.

Kynningin hefst kl. 12:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði með örkynningum frá sýningaraðilum en að þeim loknum er hægt að eiga nánara samtal. 

Á meðal fyrirtækja sem halda kynningu á messunni eru:

  • Alvican
  • BM lausnir
  • Curron
  • Dala.care
  • Hjúki
  • Icepharma
  • Memaxi
  • Securitas
  • Stoð
  • Öryggismiðstöðin