Ráðstefnan Sjónaukinn 2024 verður haldin í Háskólanum á Akureyri þann 15. og 16. maí. Þemað í ár er Nýsköpun: Tækifæri og áskoranir, og munu margir virtir fyrirlesarar deila sinni reynslu og vitneskju. Þeirra á meðal er Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Fjallabyggðar í verkefninu Hátindur 60+.
Aðalfyrirlesarar Sjónaukans 2024:
Bergljót Borg, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og aðjúnkt Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri
Gojiro Nakagami, prófessor við University of Tokyo
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis
Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hátinds 60+ í Fjallabyggð
Kjartan Sigurðsson, lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri
Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og stundakennari við Háskólann á Akureyri
Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri
Arna Sól Mánadóttir, Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir, BS í iðjuþjálfunarfræði