Veltek hefur nýlega sótt um styrkveitingu vegna verkefnisins Sjálfbær heilbrigðis- og velferðarþjónusta.
Unnið hefur verið að samhæfingu og samþættingu á heilbrigðis- og velferðarþjónustu á starfssvæði
Veltek klasans og hefur klasinn verið virkur þátttakandi í þeirri vegferð. Unnið hefur verið sérstaklega
með sveitarfélaginu Fjallabyggð, sem hefur í samvinnu við HSN og Veltek, haft forgöngu á
Norðurlandi Eystra um nýsköpun við veitingu heilbrigðis- og velferðarþjónustu í öldrunarþjónustu.
Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur nokkra sérstöðu þar sem um 20% íbúa þess eru 67 ára eða eldri en
slík aldursamsetning er áskorun í sjálfu sér og þegar við bætist dreift byggðarlag þá kallar það á aukið
samstarf og samhæfingu þeirra sem þjónustuna veita, samhliða nýjum og breyttum nálgunum við
þjónustuveitinguna, þar sem tækni er nýtt til að tryggja gæði og heildarsýn. Samfélagið í Fjallabyggð
er því vel til þess fallið að vera fyrirmyndarsamfélag um nýjungar í öldrunarþjónustu.
Verkefnið miðar að sjálfbærni dreifðari byggða með innleiðingu á nýjum þjónustulausnum við
veitingu heilbrigðis- og velferðarþjónustu þar sem notandinn er í forgrunni og þjónustan samþætt.
Samþætt þjónusta kallar á samhæfingu milli mismunandi skipulagsheilda, nýja ferla og stafrænar
lausnir.
Hið nýja verkefni byggir á fyrri verkefnum Veltek í tengslum við Integrated Healthcare and Care. Sjá viðtal við Perlu Björk Egilsdóttur, framkvæmdastjóra Veltek, um fyrri verkefni, ásamt glærum um árangur af vinnustofum sem haldnar voru.