Heilbrigði
Heilbrigðisþjónusta í dreifðum byggðum er áskorun út af fyrir sig. VELTEK vill stuðla að því að nýjasta tækni verði í auknu mæli nýtt til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Með góðu samstarfi sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana, háskólasamfélagsins og nýsköpunarfyrirtækja getum við stuðlað að betri heilsu á norðurlandi með bættri þjónustu og fjölbreyttari lausnum sem standast kröfur notenda.
