Í þágu Norðurlands

VELTEK stuðlar að betra lífi á Norðurlandi í gegnum heilbrigðistækni og innleiðingu nýrrar velferðarþjónustu.

Heilbrigði

Heilbrigðisþjónusta í dreifðum byggðum er áskorun út af fyrir sig. VELTEK vill stuðla að því að nýjasta tækni verði í auknu mæli nýtt til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Með góðu samstarfi sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana, háskólasamfélagsins og nýsköpunarfyrirtækja getum við stuðlað að betri heilsu á norðurlandi með bættri þjónustu og fjölbreyttari lausnum sem standast kröfur notenda.

Velferð

Innleiðing nýrrar velferðartækni í heilu samfélagi krefst þess að þörfin sé vel skilgreind og að mögulegar lausnir uppfylli ýmis skilyrði. VELTEK nýtir sérþekkingu sína úr heilbrigðisþjónustu og háskólasamfélaginu til þess að finna góðar lausnir sem mæta raunverulegum þörfum, koma þeim í notkun og mæla árangurinn.

Nýsköpun

Fyrirtæki í heilbrigðis- og velferðartækni eru velkomin til Norðurlands, hvort heldur með rekstur, þróun eða rannsóknarverkefni. VELTEK miðlar af sinni þekkingu innan úr heilbrigðisgeiranum og háskólasamfélagsinu og hjálpar fyrirtækjum að ná eyrum og augum sveitarfélaga innan klasans. Samstarf við okkur getur þannig hraðað þróun og prófun nýrra lausna á norðurlandi 

Via Norðurland

VELTEK stuðlar að velferð á Norðurlandi – og einnig um Norðurland. Íslenskum fyrirtækjum í heilbrigðistækni býðst aðgangur að tengslaneti VELTEK. Með Via Norðurland aðild býðst fyrirækjum þannig tenging við sveitarfélög á Norðurlandi, aðra nýsköpunarklasa innanlands og heilbrigðistækniklasa erlendis.

VELTEK

Auðbrekku 4
640 Húsavík
perla@veltek.is
899 44 22

Fréttabréf

styrktaflou