VELTEK

Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands

Klasi í fararbroddi

Veltek er samstarfsvettvangur um tækniþróun í þágu heilbrigðis og velferðar á Norðurlandi. Innan okkar raða eru 12 sveitarfélög á Norðurlandi, framsækin tæknifyrirtæki, skólastofnanir og leiðandi heilbrigðisstofnanir sem hafa ákveðið að nýta sameiginlegan styrk til sóknar innan sem utan svæðisins.

Málþing Veltek

Upptaka af málþingi Veltek um nýjar nálganir í heilbrigðisþjónustu. 

Hægt er að horfa á upptökuna á Youtube og smella á tímastimplana til að hoppa beint inn í viðkomandi erindi.

Betri þjónusta við notendur

Það hefur sjaldan verið mikilvægara að veita velferðarþjónustu á hagkvæman hátt. Veltek er öflugur vettvangur þar sem heilbrigðisstofnanir, sveitarfélög og háskólasamfélagið sameinast um að kanna og veita mikilvægar þjónustulausnir. Við sjáum til þess að þarfir notenda á Norðurlandi nái eyrum markaðarins og höfum að sama skapi augun opin fyrir vöru- og þjónustuframboði innanlands sem erlendis.

Via Norðurland

Veltek býður íslenskum tæknifyrirtækjum í heilbrigðis- og velferðargeiranum, óháð staðsetningu innanlands, að ganga til liðs við klasann. Þátttakendur fá þannig aðgang að tengslaneti okkar og átakinu Via Norðurland sem ætlað er að tengja íslensk fyrirtæki við mögulega samstarfsaðila og viðskiptavini á Norðurlöndum og víðar.

Í þágu Norðurlands

Veltek er ætlað að virkja þann kraft sem fyrirfinnst innan fyrirtækja og stofnana á Norðurlandi og magna hann upp með því að styðja við nýsköpun í heilbrigðistækni ásamt því að efla erlend viðskiptatengsl þátttakenda.

Heilbrigði

Heilsan okkar er eitt það mikilvægasta, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Tilgangur Veltek er á endanum að stuðla að sem bestu lífi og hagsæld Norðlendinga.

Nýsköpun

Samfélög lenda í stöðnun án nýsköpunar. Veltek stuðlar að jákvæðri samfélagsþróun og atvinnusköpun á Norðurlandi með stuðningi við fyrirtæki innan heilbrigðis- og velferðartæknigeirans.

Velferð

Þegar lífið kemur með áskoranir er velferðarþjónustan oft það sem gerir gæfumuninn í hinu daglega lífi. Veltek vinnur markvisst að því að styðja við þróun, sækja sér og rækta þekkingu á nýrri tækni, kynna hana og koma henni kerfisbundið í notkun á Norðurlandi.

Tengslanet

VELTEK býr að sterku tengslaneti innanlands sem erlendis. Fyrirtækjum í heilbrigðis- og velferðartækni, hvaðan sem er af Íslandi, býðst aðgangur að því í gegnum séraðild.

VELTEK

Auðbrekku 4
640 Húsavík
perla@veltek.is
899 44 22

Fréttabréf

styrktaflou