Skip to content

Fjallabyggð – í fararbroddi innan öldrunarþjónustu

Í skýrslu Nordic Welfare Centre er sveitarfélagið Fjallabyggð nefnt sem eitt af fimm dæmum um samfélög með spennandi áætlanir í heilbrigðis- og velferðarþjónustu á Norðurlöndum. 

Skýrslan, sem nefnist Integrated healthcare and care through distance spanning solutions – for increased service accessibility, segir frá fimm dæmum um breiða samvinnu milli ólíkra geira þar sem markmiðið er aukin heilbrigðis og velferðarþjónusta. 

  • Héraðið Suður-Danmörk, Danmörku
  • Velferðarsvæðið Päijät-Häme, Finnlandi
  • Sveitarfélagið Fjallabyggð, Íslandi
  • Svæðisbundinn samhæfingarhópur (RCG) um rafræn heilbrigðismál og velferðartækni, Agder fylki, Noregi
  • Tiohundra Norrtälje, Svíþjóð

Fjallabyggð er nefnd sem dæmi um framsækni í þjónustu við aldraða og fjallað er um samstarfssamning sveitarfélagsins við Veltek og Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Samningurinn er nefndur sem hluti af áætlun sveitarfélagsins um þróun og nýsköpun innan heilbrigðis- og velferðartækni, en hár meðalaldur Fjallabyggðar (fimmtungur íbúa er 67 ára eða eldri) gerir svæðið ákjósanlegt til þróunar nýrra lausna sem munu nýtast fleiri svæðum í framtíðinni. 
 
Lesa skýrsluna á ensku