Heilbrigðistækni á velheppnuðu málþingi Veltek

Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands (Veltek) hélt afar velheppnað málþing á dögunum. Yfir hundrað gestir sóttu málþingið, en þema þess var Samþætting heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sjálfbær þjónusta og sjálfstæðir notendur. 

Að lokinni opnun málþingsins flutti heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, rafrænt ávarp og því næst voru kynnt ýmis norræn verkefni á sviðinu. Ávörp voru flutt um áskoranir á norðurslóðum, nýsköpun og velferðartækni til stuðnings við sjálfstæða búsetu. Að loknum hádegisverði var svo fjallað um dagþjálfun á hjúkrunarheimilum,  velferðartækni í heimahjúkrun, nýsköpun í öldrunarþjónustu Fjallabyggðar,  og heilbrigðisfræðslu og leiðir til að styðja sjúklinga til meiri virkni í eigin meðferð.

Ýmis fyrirtæki kynntu sínar lausnir, en markmið Veltek er að leiða saman atvinnulífið, sveitarfélög og menntastofnanir á breiðum grundvelli til að styðja við innleiðingu heilbrigðis- og velferðartækni á Norðurlandi.

Meðan á málþinginu stóð var undirrituð yfirlýsing Veltek, Fjallabyggðar og HSN um samstarf varðandi innleiðingu velferðartækni í sveitarfélaginu.

Dagskrána má sjá hér

Veltek á LinkedIn