Skip to content

Fléttan – nýir styrkir

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnir Fléttuna – nýsköpunarstyrk til þróunar á lausnum í heilbrigðisgeiranum.

Fléttunni er ætlað að hjálpa nýsköpunarfyrirtækjum upp hina illkleifu turna heilbrigðiskerfisins, eins og Stjórnarráðið kemst að orði, svo unnt sé að nýta þekkingu þeirra heilbrigðiskerfinu til framdráttar.

Fléttan er einkum ætluð nýsköpunarfyrirtækjum sem þróa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins.

Veltek vekur sérstaklega athygli á eftirfarandi:
Frumkvöðla- og sprotafyrirtæki geta sótt um styrk en styrkveitingin er háð því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða þá nýsköpun sem sótt er um styrki til. Lögð er sérstök áhersla á stuðning við samstarf hins opinbera og einkaaðila um land allt.    

Við hvetjum því nýsköpunarfyrirtæki til þess að hafa samband við okkur í  Veltek varðandi mögulega innleiðingu á lausnum í tengslum við styrkumsóknir í Fléttuna.

Nánar um Fléttuna.

mynd: Stjórnarráðið.