Skip to content

SelfCare – Alþjóðlegt samstarf um ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu og velferð í dreifðum byggðum

Dagana 6.–8. maí sl. hittist samstarfshópur SelfCare verkefnisins í Saxnäs, suðurhluta Lapplands í Svíþjóð. Í hópnum eru fulltrúar frá háskólanum í Limerick á Írlandi, Region Västerbotten – Centre for Rural Medicine í Svíþjóð, auk Veltek- HA og Fjallabyggðar frá Íslandi. 

Heimsóknin var bæði fræðandi og áhrifarík. Hópurinn fékk einstaka innsýn í líf og menningu Sama, ásamt því að kynnast þeim áskorunum sem samískt samfélagið stendur frammi fyrir í tengslum við aðgengi að velferðarþjónustu. Einnig voru rædd tækifæri til að efla samtal og samskipti við þjónustuveitendur og bæta þjónustu við íbúa á svæðinu. 

Samveran í Saxnäs var mikilvægur liður í samstarfinu og undirstrikaði mikilvægi menningarvitundar og gagnkvæmrar virðingar í þróun sjálfbærrar og notendamiðaðrar þjónustu. Verkefnið nýtur góðs af samhentum og metnaðarfullum hópi þátttakenda sem vinna markvisst að því að finna lausnir sem styðja við sjálfsumönnun og velferð í dreifðum byggðum. 

SelfCare